Almennt

Fullt Tungl ehf. áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, sé vara ekki til á lager eða hafi rangar verðupplýsingar verið settar fram. Fullt Tungl ehf. áskilur sér einnig rétt til að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vöru fyrirvaralaust.

Afhending vöru

Hægt er að fá vörur afhendar á næsta afgreiðslustað Dropp, eða með heimsendingu á vegum Dropp sem gildir á höfuðborgarsvæðinu og suðvesturhorninu.

  • Sé pantað fyrir hádegi er hægt að nálgast vöruna síðar sama dag á afgreiðslustöðum Dropp á höfuðborgarsvæðinu.
  • Heimsending á Höfuðborgarsvæðinu er einnig samdægurs sé pantað fyrir hádegi. 

Um vörur sem dreift er af Dropp og Flytjanda gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vörunnar.

Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er afhent frá okkur til flutningsaðila og þar til hún berst viðtakanda er tjónið á ábyrgð flutningsaðila. 

Allar pantarnir að andvirði 10.000 kr. eða meira bera engan sendingarkostnað.

Skiptiréttur

Kaupandi hefur 30 daga til skipta vörunni að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í fullkomnu ástandi, í upprunalegum umbúðum og innsigli ekki rofið sé það til staðar. Við skil á vöru er miðað við verð hennar þann dag sem hún var keypt. Sé viðkomandi vara á útsölu eða á sértilboði við vöruskil eða skipti, er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað. 

Endurgreiðsla

Vörur sem keyptar eru í netverslun og eru sendar heim til kaupanda, er hægt að fá endurgreiddar. Kaupandi hefur 7 daga til að fara fram á endurgreiðslu, að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í fullkomnu ástandi, í upprunalegum umbúðum og innsigli ekki rofið sé það til staðar. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.

Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur. Ef senda þarf vöru til baka vegna vöruskila, þá stendur kaupandi straum af þeim sendingarkostnaði.

 

Netverð

Öll verð í netverslun innihalda virðisaukaskatt og eru í íslenskum krónum. Verð á netinu getur breyst án fyrirvara. Tilboð í gilda í sumum tilfellum eingöngu fyrir vefverslun.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða er móttaka vöru á sér stað.

Persónuupplýsingar

Fullt Tungl ehf. geymir notendaupplýsingar á öruggum vefþjónum. 

Fullt Tungl notar fótspor til að betrumbæta notendaupplifun gesta á heimasíðu okkar. 
Þú getur komið í veg fyrir noktun fótspora í stillingum vafrans. Í flestum vöfrum er að finna leiðbeiningar um hvernig hægt er að koma í veg fyrir notkun fótspora (e. disable cookies).

 

UPP