Fjárfestingar

  Fjárfestingar

  5.490 kr 6.990 kr
   UM VÖRUNA
   AUKAPRENTUN

   Bókin Fjárfestingar sló rækilega í gegn og var á meðal söluhæstu bóka á Íslandi árið 2021. Fyrsta upplag seldist upp en nú er bókin loksins fáanleg á ný.


   Byrjaðu að fjárfesta í dag.

   Fjárfestingar fjallar um fjármál og fjárfestingar á áhugaverðan, aðgengilegan og hvetjandi hátt, án þess að svæfa þig úr leiðindum. Bókin er ætluð öllum sem hafa áhuga á því að fjárfesta, jafnt byrjendum sem lengra komnum.

   Í bókinni er fjallað um allar helstu fjárfestinga­leiðir og hún er uppfull af frábærum ráðum sem fólk getur nýtt sér við að ávaxta pening og taka góðar ákvarðanir í fjármálum.

   Fortuna Invest er samstarfsverkefni Anítu Rutar Hilmarsdóttur, Kristínar Hildar Ragnarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur. Þær hafa hlotið mikla athygli fyrir frumlega og skemmtilega nálgun á umfjöllun um fjármál og fjárfestingar og halda úti Instagram-reikningi sem nýtur mikilla vinsælda.

   TENGDAR VÖRUR

   UPP