Gjafabréf á uppistandið Púðursykur

    Gjafabréf á uppistandið Púðursykur

    7.990 kr
      UM VÖRUNA

      Gjafabréfið gildir á allar sýningar af Púðursykri fram á vor 2026.

      Glænýtt uppistand með nokkrum af vinsælustu grínistum landsins.

      Ari Eldjárn, Björn Bragi, Sveppi, Saga Garðarsdóttir, Jón Jónsson, Jóhann Alfreð og Emmsjé Gauti mæta til leiks í nýrri sýningu.

      Púðursykur hefur slegið rækilega í gegn undanfarna tvo vetur og hafa um 20 þúsund gestir lagt leið sína á uppistandið í Sykursalnum.

      Nú mæta þau til leiks með nýtt efni í nýrri sýningu og enginn annar en Sveppi er genginn til liðs við hópinn.

      Á hverri sýningu koma fram fjórir uppistandarar auk kynnis. Sýningin er um tvær klukkustundir með hléi.

      Sykursalur er í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýri, við Bjargargötu 1 í Reykjavík. Húsið opnar hálftíma áður en sýning hefst.

      Sýningartíma má finna á www.tix.is

      TENGDAR VÖRUR

      UPP